hefurðu tékkað á nýju urfaust plötunni?

Íslandsvinina í Urfaust ættu nú allir að þekkja. Síðasta föstudag kom nýjasta plata sveitarinnar, Empty Space Meditation, út í gegnum Ván Records og ef þú ert ekki þegar búin/n að tékka á henni hvet ég þig til þess að gera það strax. Ván Records skellti einmitt plötunni upp á Soundcloud þannig að smelltu endilega á play á spilastokkinum hér fyrir neðan.

Author: Andfari

Andfari