nýtt undir nálinni 291016

Það var mjög hressandi að rölta út áðan í rigningunni til þess að kjósa. En, það er algjör óþarfi að missa sig í einhverju kosningaröfli í dag, það eiga nóg margir aðrir eftir að gera það, kíkjum frekar á einhverja tónlist.

Á fimmtudaginn skellti Prophecy Productions (heimili Glerakurs) nýju lagi með þýsku hljómsveitinni Bethlehem á Netið. Ný plata með hljómsveitinni mun líta dagsins ljós í byrjun desember og í þetta sinn er Onielar (úr Darkened Nocturn Slaughtercult) á röddum.

Hvað heldurðu að hafi verið að detta inn á jáskjáinn rétt í þessu? Jú, lag með hinni íslensku Lucy in Blue. Nú fáum við smá bragð af því sem koma skal á væntanlegri breiðskífu sveitarinnar. Hljómar bara alveg eins og þetta hafi verið tekið upp í byrjun áttunda áratugarins.

Íslandsvinirnir í Martyrdöd munu gefa út nýja plötu í enda nóvember á vegum Southern Lord. Hér er glænýtt vídjó sem var að detta inn á jáskjáinn fyrir óþolinmóða!

Author: Andfari

Andfari