hlustaðu á nýtt lag með vipassi á andfara

Hér ættu aðdáendur hljómsveita eins og Zhrine og Ophidian I að finna eitthvað við sitt hæfi. Við erum nefnilega að tala um níðþungann proggmetal hérna.

Þó ég sé ekki mikill aðdáandi proggaðs dauðarokks venjulega þá á ég erfitt með að fíla ekki þetta lag með hinni áströlsku Vipassi. Kannski það sé vegna þess að hljómsveitin er instrumental, það gæti verið málið.

Allavega, líkt og með aðrar frumsýningar Andfarans í vikunni er þessi í boði Season of Mist. Það gæti einnig verið að einhver hafi heyrt þetta lag áður en hljómsveitin gaf þetta út á smáskífu fyrr á þessu ári í mjög takmörkuðu upplagi. Tuttugasta janúar næstkomandi mun þetta lag, ásamt fleirum, koma út á fyrstu breiðskífu Vipassi, sem mun nefnast Sunyata.

Author: Andfari

Andfari