nýtt undir nálinni 191016

Norska þungarokkshátíðin Blastfest tilkynnti það í dag, að vegna utanaðkomandi þrýsting neyddist hún til þess að neita Peste Noire um að koma fram á hátíðinni á næsta ári. Í kjölfar þess ákvað finnska hljómsveitin Horna að hætta við að spila á hátíðinni.

Skipuleggjendur hátíðarinnar höfðu áður, meðal annars þegar hljómsveitin var tilkynnt á hátíðina, að þetta væri spurning um tónlist en ekki pólitík, en Peste Noire hefur lengi verið alræmd fyrir að pólitískar skoðanir sínar, sem margir virðast ekki sáttir við.

Samkvæmt hátíðinni var það svo að nú var spurning um líf hátíðarinnar, að annað hvort kæmi hljómsveitin ekki fram eða hátíðin gæti ekki starfað lengur í Bergen.

Á léttari nótum þá mun hin ódrepandi þrasslest frá New York, Overkill, gefa út nýja smáskífu í byrjun næsta mánaðar. Sjötomman mun koma út á vegum Nuclear Blast, án efa í öllum mögulegum litum, og hér geturðu tékkað á titillaginu! Jeij!!!

Author: Andfari

Andfari