nýtt undir nálinni 181016

Það styttist óðum í Vetrnætur tónlistarhátíðina sem fram fer á Gauknum næsta föstudag og laugardag. Í fyrradag var dagskrá hátíðarinnar birt, en ef þú sást hana ekki þá getur þú séð hana hér núna.

21. október, föstudagur “SUMARLOK”:
Opnunaratriði: Seiðkonur hjartans kl. 19:00
Örmagna kl.19:40
AMFJ kl. 20:40
Abominor kl. 21:40
Lunar Mantra kl. 22:40
Misþyrming kl. 23:40
Lluvia kl. 00:40

22. október, laugardagur “FYRSTI VETRARDAGUR”:
HÖH kl 19:00
Nornahetta kl 20:00
Naðra kl 20:50
Our Survival Depends On Us kl. 21:50
NYIÞ kl. 23:00
Phurpa kl. 00:00

Auðn og Zhrine munu koma fram á Roadburn tónlistarhátíðinni á næsta ári. Hátíðin fer fram í Hollandi, nánar tiltekið í borginni Tilburg, í apríl, og munu þær koma fram ásamt hljómsveitum eins og Inter Arma, Emptiness, Wretch, Deafheaven og Mysticum.


Að lokum er svona hérna smá viðtal sem ég tók við Aðalstein Magnússon, einn af skipuleggjendum Reykjavík Deathfest. Eins og alþjóð veit þá verður hátíðin haldið á næsta ári á Gauknum og munu Cryptopsy, Severed, Ad Nauseam og Ophidian I koma þar fram ásamt fleiri hljómsveitum. Vindum okkur bara strax í viðtalið…

Er sami hópurinn á bakvið RVKDF2 og var á bakvið þá fyrstu?
Hópurinn er í kjarnan sá sami, Ég og Ingó við tókum aðeins til og fengum þriðja megin manninn í þetta með okkur sem er Unnar (Beneath/Severed). Við þrír erum Reykjavík Deathfest.

Þið hafið verið helvíti duglegir að tilkynna hljómsveitir síðustu dagana. Er meira í bígerð eða er allt komið?
Já það er búið að vera brjálað að gera í bókunum hjá okkur bæði á erlendum böndum og innlendum, við fengum endalausar beiðnir frá hljómsveitum og þær eru enn að berast, það mætti segja að við gætum allt eins látið hátíðina bóka sig sjálfa að ári. En þetta er ekki búið enn, við eigum eftir að tilkynna tvær staðfestar hljómsveitir en ég ætla ekki að fara lofa meira upp í ermarnar á mér varðandi hvort það bætast fleiri við.

Hver er stefnan þegar að RVKDF kemur? Einhver ákveðinn rammi sem þið farið ekki út fyrir, eða er “Deathfest” ekki bara dauðarokk, líkt og aðrar hátíðir sem bera þetta nafn?
Hvað þema hátíðarinnar varðar þá er þetta fyrst og fremst dauðarokkshátíð við vorum með Logn í fyrra sem mótvægi við Dauðann og við endurtökum leikinn í ár með því að bjóða uppá fjölbreytt úrval af extreme músík, það er í raun allt leyfilegt á Reykjavík deathfest. Það eru allir velkomnir að vera með svo lengi sem það er tenging við dauðarokk. Við viljum að allir upplifi sig velkomna hjá okkur, í þeim skilningi er ekkert dresscode.

Author: Andfari

Andfari