nýtt lag með emptiness á andfara

Í dag býður Andfarinn uppá sannkallaðann hryllingsmálm! Eflaust kannast nú einhverjir við belgísku svartdauðarokkssveitina Emptiness, sem hefur gefið út fjórar breiðskífur til þessa, hver annari viðbjóðslegri í ákefð og hávaða.

Í byrjun næsta árs mun fimmta skífa sveitarinnar líta dagsins ljós í gegnum (surprise, surprise) Season of Mist. Platan mun bera nafnið Not For Music og í dag frumsýnir Andfarinn glænýtt lag af skífunni. Gjörið svo vel!

Author: Andfari

Andfari