dreamarcher – dreamarcher

Dreamarcher er ung hljómsveit af vesturströnd Noregs sem gaf út sína fyrstu plötu síðasta föstudag hjá Indie Recordings.

Hljómsveitin sækir í viskubrunn hljómsveita á borð við Deafheaven, Mastodon og Converge, og það verður að segjast eins og er að það heyrist mjög vel. Það heyrist það vel að á stundum hljómar þetta ekki eins og áhrif heldur afrit.

Það er í sjálfu sér ekkert slæmt, því þetta er ekki illa gert hjá þeim. Dreamarcher er að gera skemmtilega proggaða eftirsvertu og það þó áhrif skíni sterkt í gegn skemmir ekkert fyrir.

Dreamarcher er full af möguleikum, og ég er temmilega spenntur fyrir því að heyra hvað hljómsveitin gerir næst. Blandan sem hljómsveitin er að hræra í er góð, en það þarf aðeins að bæta hana til þess að hljómsveitin lifi af aðra plötu.

Dreamarcher
Indie Recordings
7 október 2016

Author: Andfari

Andfari