nýtt myndband með vreid á andfara

Í upphafi var orðið og orðið var Windir. En Windir féll og upp úr ösku þess reis Vreid.

Eftir fráfall Terje Bakken, stofnanda Windir, tóku þrír af fjórum eftirlifandi meðlimum hljómsveitarinnar sig til og stofnuðu hljómsveitina Vreid. Hvort hljómsveitin sé beint framhald af því sem meðlimirnir gerðu í fyrri sveit verður hver að leggja sitt mat á, en ég er alltaf ánægður þegar að kúabjallan fær að njóta sín í djöflarokkinu. Alltaf.

“Når Byane Brenn” er tekið af nýjustu breiðskífu Vreid, Sólverv, sem kom út í fyrra á vegum Indie Recordings. Hljómsveitin er á leið á túr um meginland Evrópu í lok næstu næstu viku með Kampfar og Dreamarcher, áhugasamir geta séð frekari upplýsingar um túrinn hér fyrir neðan.

KAMPFAR & VREID + DREAMARCHER
14.10 – NO, Bergen – Hulen
15.10 – NO, Haugesund – Flytten
17.10 – DE, Berlin – Club Nuke
18.10 – DE, München – Backstage
19.10 – CH, Zürich – Werk 21
20.10 – FRA, Paris – Backstage By The Mill
21.10 – DE, Frankfurt – Nachtleben
22.10 – AT, Wien – Escape Metalcorner
23.10 – DE, Erfurt – From Hell
24.10 – BE, Antwerpen – Kavka
25.10 – UK, London – The Underworld
26.10 – NL, Eindhoven – Dynamo
27.10 – DEN, Copenhagen – Beta
28.10 – NO, Oslo – John Dee

Author: Andfari

Andfari