einherjer endurvinna efni, kíktu á það á andfara

Já, það eru ekki bara Manowar og Dimmuborgir sem taka heilu plöturnar upp aftur löngu eftir að það er búið að gefa þær út. Þetta er sport sem sífellt fleiri hljómsveitir stunda.

Fyrir tuttugu árum gaf norska víkingametalsveitin Einherjer út sína fyrstu plötu, Dragons of the North. Hljómsveitin hafði vakið athygli fyrir sínar fyrstu útgáfur, Aurora Borealis og Leve Vikingånden, og hlaut hljómsveitin mikið lof fyrir sína fyrstu breiðskífu.

Hljómsveitin fór nýlega í hljóðver og tók upp nýja útgáfu af plötunni, Dragons of the North XX, og mun hún koma út á vegum Indie Recordings tuttugasta og fimmta nóvember næstkomandi. Ný nálgun á fyrri afrek? Verkið loksins fullkomnað? Það er aðeins ein leið til þess að komast að því og það er með því að kíkja á þetta lag sem Andfarinn frumsýnir í dag og meta það.

Author: Andfari

Andfari