hlustaðu á nýju anciients plötuna á andfara

Jæja, þá er komið að því! Eftir að hafa frumsýnt þrjú lög af Voice of the Void er komið að því að skella öllum gripnum á spilarann!

Anciients er kanadísk hljómsveit sem, samkvæmt þeim sjálfum, spilar öfgakennt proggrokk. Þýðir það þá að hún hljómar alveg eins og Mastodon? Nei, það gerir það ekki. Eins og þessi nýja skífa, sem kemur út á vegum Season of Mist fjórtánda þessa mánaðar, sýnir vel.

Author: Andfari

Andfari