neurosis á eistnaflug

Flugið varpaði sannkallaðri sprengju í gær þegar það tilkynnti goðsögnina Neurosis til leiks. Hljómsveitin fagnar á þessu ári þrjátíu og eins árs afmæli en hún var stofnuð 1985 og á rætur að rekja til pönksenunar í Oakland, Kaliforníu.

Auk þess bætti Eistnaflug þokkalega við því ásamt Neurosis kynnti hátíðin Auðn, Dimmu, Hubris, Kæluna miklu, Misþyrmingu, Oni, Skálmöld og Sólstafi til leiks.

Author: Andfari

Andfari