evergrey klára íslandstrílógíu sína

Í sumar kíkti Tom Englund, söngvari sænsku hljómsveitarinnar Evergrey, til landsins og skoðaði sig um. Með honum í för var kvikmyndagerðamaðurinn Patric Ullaeus, og tóku þeir félagar upp efni víðsvegar um landið fyrir þrjú lög af nýjustu plötu hljómsveitarinnar, The Storm Within. Sú plata kom út í byrjun þessa mánaðar hjá AFM Records.

Á síðustu vikum hefur hljómsveitin birt myndböndin á YouTube og í dag birti hún síðasta myndbandið, við lagið “The Impossible”. Eins og sjá má í myndböndum sveitarinnar hér fyrir neðan, eru það ekki bara Justin Bieber og félagar sem hafa gaman að því að labba um landið.

Author: Andfari

Andfari