kíktu á nýtt lag shape of despair á andfara

Ef það er eitthvað sem okkur vantar nú þegar veturinn er á næsta leyti þá er það finnskt þunglyndisrokk Shape of Despair.

í tvo áratugi hefur þessi finnska hljómsveit gert sitt besta til þess að kæfa þá litlu vonarglætu sem skín inn í sálartetur aðdáenda hennar. Líkt og rigningin fylgir sumrinu í Reykjavík hefur depurðin og þunglyndið fylgt hinum þungu jarðarfararsálmum allt frá því að fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út um aldamótin.

En, áður en fyrsta breiðskífan kom út tók hljómsveitin upp demoið Alone in the Mist sem hefur aldrei komið út opinberlega, einungis dreift á milli vina. Níunda desember verður þó breyting á því en þá mun Season of Mist gefa demoið út.

Author: Andfari

Andfari