nýtt lag með crippled black phoenix á andfara

Það sem við höfum hér í dag er eitt lungnamjúkt lag frá Justin Greaves og félögum í Crippled Black Phoenix. Níu mínútur og tuttugu sekúndur af draumkenndu rokki sem ætti að fleyta landanum í gegnum skammdegisþunglyndið sem er víst að leggjast á alla núna.

Lagið, sem ber heitið “Winning a Losing Battle”, er tekið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, en sú mun bera nafnið Bronze og koma út um miðjan október í gegnum Season of Mist.

Author: Andfari

Andfari