bætist í hópinn á reykjavík deathfest

Reykjavík Deathfest verður haldinn á Gauknum í maí á næsta ári og hópurinn sem kemur þar fram stækkar ört þessa dagana. Fyrir var búið að tilkynna Cryptopsy, Hubris, Ophidian I og Syndemic, og í dag bættust tvær hljómsveitir við, Nexion og Virvum.

Nexion er íslensk dauðarokkssveit sem var stofnuð í byrjun ársins, en hefur komið sterk inn. Það kemur kannski ekki á óvart þar sem hljómsveitin er skipuð reynsluboltum úr böndum á borð við Diabolus og Blood Feud.

Virvum er svissnesk dauðarokkshljómsveit sem spilar progresíft dauðarokk. Hún ætti því að passa vel í þá veislu tæknidauða sem hátíðin stefnir í að verða. Sveitin hefur starfað síðan 2007 en gaf sjálf út sína fyrstu skífu, Illuminance, fyrr í þessum mánuði.

Author: Andfari

Andfari