metallica skellir nýju myndbandi á netið

Hin goðsagnakennda tuddarokkssveit Metallica skellti nýju lagi á Netið í dag. Líkt og við mátti búast hefur lagið, “Moth Into Flame”, fengið misjafnar viðtökur, á meðan fjölmargir elska það og lýsa því yfir að það sé það besta sem sést hafi frá sveitinni síðan svarta platan kom út, vilja aðrir meina að nú sé hljómsveitin komin á endastöð, uppiskroppa með hugmyndir og í dauðateygjunum.

Hvað sem því líður þá má því búast við því að Hardwired… To Self-Destruct verði mikið rædd fram og til baka þegar hún kemur út átjánda nóvember.

 

Author: Andfari

Andfari