hlustaðu á nýju sahg plötuna á andfara

Já, þetta kalla ég góða byrjun á degi! Ég er búinn að hlusta á þessa plötu nokkrum sinnum og verð að segja að ég er mjög ánægður með hana. Mjög fínt norskt dómsdagsrokk.

Memento Mori er fimmta breiðskífa Sahg og kemur út á vegum Indie Recordings á morgun! Þannig að, áður en þú kíkir niðrá Gaukinn til þess að sjá Skinned, Severed og félaga, þá geturðu pantað þér eintak af þessari snilld! Frekar basic.

Núna, aftur á móti, geturðu bara ýtt á play og notið tónlistarinnar!

Author: Andfari

Andfari