frumburður martraðar loksins fáanlegur

Það er nú hægt að nálgast frumburð Martraðar. Martröð er alþjóðleg djöflarokkshljómsveit sem inniheldur meðal annars Dag úr Misþyrmingu, Hafstein úr Wormlust og MkM úr Aosoth. Síðast nefnda hljómsveitin mun einmitt heimsækja landið á næsta ári og spila á Oration tónlistarhátíðinni. Í augnablikinu er einungis hægt að nálgast gripinn rafrænt en seinna í vikunni ætti að vera hægt að nálgast gripinn í gegnum Terratur Possessions og Fallen Empire, en þau fyrirtæki sjá um þessa útgáfu.

Author: Andfari

Andfari