bolt thrower ei meir

Hin sögufræga enska dauðarokkssveit Bolt Thrower er hætt. Fyrr í dag setti hljómsveitin tilkynningu á vefsíðu sína um að tími hennar væri liðinn.

Í dag er einmitt eitt ár síðan trommari sveitarinnar lést skyndilega, og segir hljómsveitin í tilkynningunni að eftir að hafa hugsað málið hafi þetta verið niðurstaðan.

Það er leiðinlegt að sjá á eftir sveitinni, en ég býst við að það sé huggun harmi að einhverjir fyrrum Bolt Thrower liðar séu nú á fullu að skapa nýtt dauðarokk í Memoriam.

Author: Andfari

Andfari