fenriz í darkthrone orðinn bæjarfulltrúi

Já, það hlaut að koma að því að einhver af norsku black metal stjörnunum yrði fullvaxta og fetaði slóð skrifræðis og langra funda.

Fenriz, trommari norsku djöflarokkssveitarinnar Darkthrone, flutti fyrir nokkru síðan til Kolbotn, þar sem hann ólst upp, og var nú nýlega beðinn um að taka sæti á lista mögulegra bæjarfulltrúa. Það endaði allt með því að hann var kosinn í bæjarstjórn sem hlýtur að þýða góða hluti fyrir þetta litla bæjarfélag sem telur varla tíuþúsund íbúa.

Author: Andfari

Andfari