hlustaðu á nýtt lag með crippled black phoenix á andfara

Ég vitna nú í sjálfann mig þegar ég segi að aessi frumsýning hér hlýtur að vera himnasending fyrir ákveðinn Akureyring með massíft blæti fyrir Pete Steele og félögum hans í Type O Negative. Það er þó ekki svo að Stálmaðurinn sé risinn upp úr gröf sinni, heldur er hér um að ræða Crippled Black Phoenix, sem Justin Greaves stofnaði fyrir ellefu árum síðan. Justin þessi var áður liðsmaður Electric Wizard og Iron Monkey, en aðdáendur drullugs dómsdagsrokks ættu að þekkja vel til þeirra sveita. Þegar hann hafði sagt skilið við þær sveitir stofnaði hann Crippled Black Phoenix sem sækir innblástur til hljómsveita á borð við Type O og Pink Floyd.

Nýjasta breiðskífa hljómsveitarinnar, sem mun bera titilinn Bronze, kemur út um miðjan október í gegnum Season of Mist.

Author: Andfari

Andfari