shapednoise kemur fram á húrra á morgun

Á morgun mun ítalski hávaðatónlistarmaðurinn Nino Pedrone koma fram á Húrra undir nafninu SHAPEDNOISE og reyna að fá fólk til þess að losa blóð út um eyrun.

Það er FALK sem stendur fyrir þessari tilraunastarfsemi, en ásamt SHAPEDNOISE munu Ultraorthodox og AMFJ misþyrma vitum fólks.

Herlegheitin byrja klukkan 21:00 og kostar 2000 krónur inn.

Author: Andfari

Andfari