risastór smáskífa væntanleg frá obituary og glænýtt lag komið á netið

Amerísku dauðarokksrisaeðlurnar í Obituary hafa risið úr fenjunum í Flórída og stefna á útgáfu smáskífunnar Ten Thousand Ways to Die í nóvember hjá Relapse Records.

Smáskífan mun innihalda tvö ný lög, “Loathe” og “Ten Thousand Ways to Die”, ásamt tónleikaútgáfum tólf eldri laga sem tekin voru upp víðsvegar um heiminn á Inked in Blood tónleikaferðalaginu.

Author: Andfari

Andfari