pain – call me (myndband)

Ég sit hér og safna nægu hugrekki til þess að kíkja á stórmyndina Sharknado og hugsa með mér að það gæti nú verið góð hugmynd að kíkja á nýja myndbandið með sænsku hljómsveitinni Pain.

Pain er hugarfóstur Peter Tägtren, kappans á bakvið Hypocrisy og The Abyss, og það sem maðurinn býður okkur uppá í dag er meira sorp en ég hefði mögulega getað ímyndað mér.

Þetta myndband er meira krabbamein en brúðuvídjó Deicide og síðasta plata Six Feet Under samanlagt. Erfitt, en greinilega ekki ómögulegt. 

Author: Andfari

Andfari