mannveira/ellorsith splittið skoðað

Fjögur lög, tuttugu og sjö mínútur, tvær hljómsveitir. Mannveira íslensk djöflarokkssveit sem gaf áður út demoið Von er eitur, Ellorsith kanadísk dauðarokkshljómsveit sem gaf áður út demoið 1959.

Lögin tvö sem Ellorsith bjóða okkur uppá hljóma ágætlega. Þegar ég renndi þessu fyrst í gegn var söngurinn ekki mikið að heilla mig en á öðru rennsli þá var einhver Macabre-tenging komin inn sem lét þetta allt hljóma mun betur. Nútímalegt dauðarokk, sem þýðir þá að það er helvíti djöflarokksskotið. Smá GoPo-fýlingur jafnvel?

Mannveira er á svipuðum slóðum og hún var á Von er eitur, með skemmtilega blöndu sem á tíðum hljómar nett Svartadauða-leg og á öðrum köflum eins og menn hafi mikið legið yfir finnsku djöflarokki. Það er erfitt að fokka upp slíkri blöndu og Mannveira gerir ekkert slíkt hér.

Ellorsith / Mannveira
Dark Descent Records
3 ágúst 2016

Author: Andfari

Andfari