morbid angel komin með nýtt heimili

Ég ætla ekki að tala um Norðanpaunk. Hvers vegna? Vegna þess að ég fór ekki á Norðanpaunk. Ég er gamall, svo gamall að ég kaus frekar að hanga heima í stað þess að fara í strætó norður á Laugarbakka og kampa í tjaldi þar í tvo daga eða svo. Þannig er lífið bara stundum.

Hin sögufræga hljómsveit Morbid Angel hefur fundið sér nýtt heimili en síðasta breiðskífa sveitarinnar, Illud Divinum Insanus, kom út fyrir fimm árum hjá frönsku útgáfunni Season of Mist. Fyrirtækið sem hljómsveitin hefur nú gert samning við heitir UDR Music og ég man ekki eftir að hafa heyrt af því áður.

Hljómsveitin segist vera ánægð að vera loksins komin aftur til fyrirtækis sem þekkir þungarokk og muni gera það sem þurfi til þess að hljómsveitin endurheimti stöðu sína sem besta dauðarokkshljómsveit heimsins. Já, það er kannski spurning um að sleppa því að bera ábyrgð á St. Anger dauðarokksins?

Author: Andfari

Andfari