katharsis – vvorldvvithoutend, tíu ár af algjöru helvíti

katharsiis

Þegar ég fletti í gegnum Facebook fídið mitt sé ég oftar en ekki einhvern minnast á aldur ýmissa platna. Mér finnst, til dæmis, ótrúlegt að það séu tuttugu og fimm ár síðan Arise með Sepultura kom út, þó ég viti ósköp vel að hún kom út nítjánhundruðnítíuogeitt. Ég veit að það er heillangt síðan en mér finnst það vera svo stutt síðan ég rölti niðrí Skífu (minnir mig) og keypti plötuna.

Eftir Arise hafa ófár eðalskífur komið inná mitt heimili og þar á meðal skífan sem ég ætla að minnast smá á núna. Það eru ekki alveg komin tíu ár síðan hún kom út, því hún á nú ekki afmæli fyrr en í enda mánaðarins, en við skulum láta það liggja milli hluta.

Þegar þessi þriðja breiðskífa þýsku djöflarokkssveitarinnar Katharsis kom út var ég ekkert afskaplega hrifinn af henni. Ætli það megi ekki frekar segja að ég hafi ekki haft tíma fyrir hana þá og því látið það liggja milli hluta að kynna mér hana almennilega. Því hvernig gæti ég hafa misst af “Ascent from Ghoulgotha” ef ég hefði bara gefið þessu smá tíma? Aðeins meiri tíma. Ef ég hefði ekki verið pikkfastur í “The Last Wound” og ekki komist lengra. Tja, eða í hversdagslegri hlutum…

PS. The Adversary með Ihsahn, Christ Illusion með Slayer og The Stench of Redemption með Deicide eiga einnig bara nokkra daga í tíu ára afmælisdaginn.

Author: Andfari

Andfari