départe – vessel

Ég ætla ekki að ljúga að þér, ég hef aldrei heyrt af þessari hljómsveit áður. Ef það væri ekki fyrir Season of Mist þá hefði ég eflaust misst af henni, eins og ég missi af svo mörgu öðru sem er gefið út þessa dagana vegna þess að ég hef ekki tíma til þess að kíkja á allt. Þetta er lúxusvandamál sem mörg okkar glíma við.

Það tala margir um það að markaðurinn sé fullmettaður og gott betur. Að margar góðar hljómsveitir, sem áður hefðu meikað það, meiki það ekki nú vegna þess að þær þurfi að vinna sig í gegnum svo mikið rusl núna.

Er það mér að kenna? Þér? Þeim? Hverjum? Skiptir það einhverju máli? Eða er það sem skiptir máli það að þeir sem hafa áhuga á því munu kíkja á þessa eftirsvertu og þeir sem hafa engann áhuga á því munu sleppa því?

Mun það breyta einhverju fyrir áströlsku kappana í Départe? Ef við erum heppin mun nýr aðdáandi bætast í hópinn í dag og kaupa eintak af Failure, Subside þegar hún kemur út fjórtánda október.

Author: Andfari

Andfari