saint vitus – war is our destiny

Hvað er dómsdagsmálmur? Er það ofurhægt rokk sem er þyngra en Dauðastjarnan eða bara tónlist í anda Black Sabbath? Ef það er það fyrra getur Saint Vitus þá talist dómsdagsmálmur? Jú, hljómsveitin er stundum álíka þung og dauðastjarnan en hún er ekki alltaf hæg. Stundum er hún meiraðsegja dálítið hröð.

Hvað um það, tuttugasta og þriðja september næstkomandi kemur Live Vol. 2 út á vegum Season of Mist, franska plötufyrirtækisins sem elskar íslenskann metal alltaf meira og meira. Útgáfan hefur gefið út breiðskífur með Sólstöfum og Zhrine og það má búast við skífu frá Kontinuum í gegnum hana (vonandi) fljótlega.

En, njóttu nú lagsins sem Andfarinn frumsýnir í dag með Saint Vitus.

Author: Andfari

Andfari