thy catafalque – mezolit

thycatafalque

Það gæti verið að þetta lag hafi fengið að rúlla í hlustunarpartíi Season of Mist á Eistnaflug og þá ættir þú nú að kannast við þetta en ef vera skyldi að þú misstir af því þá er hér um að ræða glænýtt lag frá ungversku sveitinni Thy Catafalque.

Thy Catafalque er Tamás Kátai, en í þessu lagi fær hann til liðs við sig Lambert Lédeczy úr Tyrant Goatgaldrakona og Gyula Vasvári úr Periphelon. Útkoman er eitthvað það besta lag sem ég hef heyrt með hljómsveitinni.

Meta, væntanleg breiðskífa sveitarinnar, kemur út á vegum Season of Mist sextánda september næstkomandi.

Author: Andfari

Andfari