kampfar – tornekratt (frumsýning)

Mánudagur. Góður dagur. Á morgun mun norska djöflarokkssveitin Kampfar sleppa myndbandi við lagið “Tornekratt” lausu, en í dag getum við notið þess hér á Andfaranum! Lifum djarft því á morgun gætum við verið dauð! Þetta lag er tekið af breiðskífunni Profan sem kom út á vegum Indie Recordings í fyrra og hlaut ágætis móttökur. Indie verður einmitt með smá hlustunarpartí á Eistnaflugi þar sem verður hægt að heyra væntanlegar breiðskífur Sahg, King og Dreamarcher.

Í kvöld. Í kvöld mun King Dude koma fram á Dillon. Það verður án efa góður hópur þar af frábæru fólki að hlusta saman á meiriháttar tónlistarmann!

Author: Andfari

Andfari