king – reclaim the darkness

king
king

Ástralía er ekkert rosalega mikið þekkt fyrir snævi þaktar strendur, frostdjöfla eða ískalda djöflarokkstóna. Djöflarokk það sem undirritaður tengir frekar við Ástralíu er hrátt og frekar villimannslegt. Lítið bara á Bestial Warlust, Sadistik Exekution eða Destroyer 666 með sín gaddabelti og leðurvesti.

King virðist vera á allt öðrum stað. Á mun melódískari stað. Á stað þar sem þú finnur ekki neinn Holden Monaco til þess að ferja þig þessa fjögur hundruð kílómetra sem þú þarft að fara til þess að komast í símasamband, því að á þessu stað eru engir símar til. Samskipti eru huglæg og ef þú þarft að komast eitthvað þá þarftu bara að treysta á vindinn.

Fyrsta breiðskífa King, Reclaim the Darkness, kemur út hjá Indie Recordings tuttugasta og sjötta ágúst næstkomandi.

Author: Andfari

Andfari