numenorean – devour (frumsýning)

Það er nóg að gera hjá Andfaranum í dag. Tvær frumsýningar! Báðar koma þær frá Season of Mist en nei, hvorug þeirra er íslensk.

Fyrst á svið er kanadíska eftirsvertuhljómsveitin Numenorean og er þetta annað lagið sem ég frumsýni hér af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, en platan sú nefnist Home.

Aðdáendur hljómsveita eins og Ghost Bath, Xasthur og Der Weg einer Freiheit ættu að hafa gaman af þessari hljómsveit.

Author: Andfari

Andfari