sahg – sanctimony

sahg / mynd: anna-julia granberg
sahg / mynd: anna-julia granberg

Hvað er svo hægt að segja um Sahg? Fyrir það fyrsta er hægt að nefna það að hljómsveitin er norsk. Í öðru lagi að hún spilar dómsdagsrokk. Í þriðja lagi að síðan tvö þúsund og sex hefur hún gefið út fjórar plötur og svo í fjórða lagi það að fyrrum meðlimir hljómsveita eins og Gorgoroth, God Seed og Det Hedenske Folk, hafa eða eru í Sahg.

Nú, svo er einnig hægt að nefna það að fimmta breiðskífa Sahg, Memento Mori, kemur út hjá Indie Recordings tuttugasta og þriðja september næstkomandi.

Svo er líka skemmtilegt að nefna það að heyrst hefur að það verði einhver frá útgáfunni á Eistnaflugi svo um að gera fyrir áhugasamar íslenskar sveitir að grennslast aðeins fyrir um það hjá Eistnaflugsliðinu.

Author: Andfari

Andfari