ísland best í heimi

Já, er ekki í lagi að fyllast smá þjóðrembu núna, berja sér á brjóst og öskra á alla sem vilja heyra það, og líka þá sem hafa engan áhuga á því, að við séum best í heimi!

Ekki nóg með að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hafi rústað því enska rétt áðan á EM, heldur var Kontinuum að gera samning við franska útgáfurisann Season of Mist og Zhrine eru á leiðinni á Ameríkutúr í haust.

Kontinuum hefur gefið út tvær skífur til þessa. Earth Blood Magic kom út fyrir fjórum árum og Kyrr kom út í fyrra, og komu báðar plöturnar út hjá Candlelight Records. Ef mér skjátlast ekki þá er Kontinuum þriðja íslenska hljómsveitin hjá Season of Mist, en fyrir eru Zhrine og Sólstafir.

Talandi um Zhrine, þá er hljómsveitin á leiðinni á túr um Bandaríkin og Kanada með Phobocosm og Ulcerate í nóvember! Án efa munu ófá útibú Ben Horton fá að finna fyrir grimmd íslensku úlfanna þá!

13529066_1591855187779548_628941637847194727_n

Author: Andfari

Andfari