sleep – dragonaut (myndband)

Það er góð vika framundan. Sleep næsta föstudag. Eins og kom fram hér á síðunni í gær er ég frekar spenntur fyrir þeim tónleikum. Verður ekki hægt að sjá handa sinna skil á Gauknum út af kannabisreyk? Ætli lögreglan verði með viðbúnað? Við vitum náttúrulega öll hversu ört og óútreiknanlegt bólufreðið fólkið getur verið…

Því er gott að undirbúa sig með því að kynna sér efni hljómsveitarinnar sem heimsækir okkur núna í vikunni. Sleep. Hét áður Asbestos Death. Einn meðlima sveitarinnar spilar líka í Om, en sú sveit heimsótti landið fyrir nokkrum árum.

Þannig að kíkið á þetta lag og njótið.

Author: Andfari

Andfari