fabio frizzi út, king dude inn

skjámynd af twitter-síðu fabio rizzi
skjámynd af twitter-síðu fabio frizzi

Secret Solstice byrjar eftir tvo daga og það er búið að vera næstum uppselt á hana í nokkrar vikur nú. ATP Iceland á að vera eftir tvær vikur og það heyrist varla neitt frá hátíðinni sjálfri. En, það heyrist nú eitthvað frá listamönnum sem eiga að koma þarna fram, og ekki er það af góðu. Blank Mass og Örvar Smárason & Gunnar Tynes (Múm) kvöddu hátíðina fyrir nokkrum vikum og í dag gaf Fabio Frizzi það út að hann myndi ekki koma þar fram. Fúlt, virkilega fúlt. Sérstaklega fyrir fólkið sem er búið að panta sér ferðir að utan til þess að koma á hátíðina. Dálítið skítlegt, af hátíðinni, að koma varla með neinar fréttir af þessu og svara ekki fyrirspurnum fólks.

En, það er þó ekki allt slæmt í dag. King Dude mun koma fram í Reykjavík mánudaginn fjórða júlí, þökk sé Andkristnihátíð. King Dude! Ég er spenntur! Ég er reyndar líka dálítið fúll því þá verð ég hinum megin á landinu. Af hverju? Vegna þess að ég verð að Eistnaflugast þá. En, vonandi skemmtir þú þér þá bara í staðinn!

Author: Andfari

Andfari