king – all in black

king
king

Tuttugasta og sjötta ágúst kemur fyrsta breiðskífa áströlsku djöflarokkssveitarinnar King út hjá norsku útgáfunni Indie Recordings.

Þó hljómsveitin sé ný er hún stútfull af reynsluboltum sem, meðal annars, hafa verið í hljómsveitum eins og Blood Duster, The Amenta og Pestilence. Ekki slæmur hópur þar á ferð!

Kíkið á lagið. Þetta er djöflarokk í anda Immortal, Moonsorrow, Dissection og Satyricon. Þýðir það þá ekki að það er kjörið fyrir hið snævi þakta íslenska sumar?

Author: Andfari

Andfari