zhrine og beneath staðfestar á blastfest 2017

blastice

Í dag tilkynnti norska þungarokkshátíðin Blastfest nokkrar af þeim hljómsveitum sem koma þar fram á næsta ári. Áður hafði hátíðin kynnt slatta af hljómsveitum, þar á meðal Devin Townsend Project, Misþyrmingu, Auðn og Hell.

Þær hljómsveitir sem voru tilkynntar í dag voru íslensku hljómsveitirnar Beneath og Zhrine, en auk þeirra voru Angelcorpse, Memoriam, Avslut, ADE, Nordjevel, Between the Buried & Me, The Monolith Deathcult, Darkend, Lucifer’s Child, Hatesphere, Hour of Penance og Akercocke, Ágætis pakki það!

Blastfest fer fram í Bergen, Noregi, 22-25 febrúar á næsta ári.

Author: Andfari

Andfari