dauðyflin – drepa drepa

dauðyflin / mynd tekin af undirrituðum á tónleikum sveitarinnar í lucky records.
dauðyflin / mynd tekin af undirrituðum á tónleikum sveitarinnar í lucky records.

Ég vaknaði frekar seint í morgun, rétt yfir tíu og ákvað því að þessi dagur þyrfti að vera eitthvað öðruvísi en aðrir dagar. Ég kveikti á tölvunni og sá að Dauðyflin eru að gefa út sjötommu hjá þýsku útgáfunni Erste Theke Tonträker í næsta mánuði.

Ég smellti á Bandcamphlekkinn sem var á Fjasbókarsíðu Dauðyflanna og renndi sjötommunni nokkrum sinnum í gegn. Fínasta hrápönk sem ég hef mjög gaman af. Síðan kom að því, þessi litli gluggi frá Bandcamp þar sem þú ert beðinn um að kaupa plötuna sem þú ert að hlusta á poppaði upp. Líkt og svo margoft áður lokaði ég honum. En, svo ákvað ég að breyta til og eyddi þremur Evrum í rafrænt eintak af þessari útgáfu. Það var öðruvísi. Ég er að pæla í að prófa slíkt oftar.

Author: Andfari

Andfari