severed – skegg á gauknum

severed / mynd: unnur bjarnadóttir hjarðar, mynd tekin af fésbókarsíðu hljómsveitarinnar.
severed / mynd: unnur bjarnadóttir hjarðar, mynd tekin af fésbókarsíðu hljómsveitarinnar.

Í gær hélt Zhrine útgáfutónleika á Gauknum, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Unortheta, kom út áttunda apríl á vegum frönsku útgáfunnar Season of Mist.

Ásamt Zhrine spiluðu hljómsveitirnar Severed, Auðn og Future Figment, og skilst mér að þær hafi allar skilað sínu mjög vel af sér. Því miður missti ég af fyrstu hljómsveitinni en Auðn, Severed og Zhrine voru virkilega góðar.

Hvað um það, hérna er myndband sem hressmenschið Atli Jarl Martin tók upp í gær af Severed að flytja partísmellinn “Skegg”. Njótið vel!

Author: Andfari

Andfari