dark funeral – unchain my soul

dark funeral / mynd: konstantin smirnov, tekin af fésbókarsíðu hljómsveitarinnar.
dark funeral / mynd: konstantin smirnov, tekin af fésbókarsíðu hljómsveitarinnar.

Það er langt liðið á föstudagskvöld, kosningasjónvarpið í gangi á RÚV og tónleikar byrjaðir á Gauknum. Kannski kominn tími á að drífa sig í djammgallann og kíkja niður eftir?

Nýja Dark Funeral platan kom út í dag. Við fyrstu hlustun hljómar hún frekar þunn, en það er eitthvað þarna. Hún er á mörkum þess að vera afskaplega miðlungs eða meiriháttar. Ég held að ég renni henni nokkrum sinnum í viðbót í gegn áður en ég felli minn sleggjudóm.

Author: Andfari

Andfari