söfnun fyrir gulla falk í fullum gangi

gullifalk
mynd tekin af heimasíðu söfnunarinnar

Eins og alþjóð veit berst gítargoðið Gulli Falk við krabbamein þessa dagana. Sum ykkar mættu jafnvel á tónleika eða tvo sem haldnir voru til styrktar honum á Spot og Húrra í síðasta mánuði.

En, kannski sástu þér ekki fært að mæta á tónleikana en langar samt að styrkja kappann? Það er hægt með því að smella á þennan hlekk! Nokkrir reynslumiklir rokkhundar fengu aðra reynslumikla rokkhunda með sér í lið og úr varð lag sem samið var með það í huga að styrkja kappann.

Það eru núna þrír dagar eftir af söfnuninni og um að gera að taka þátt. Þú tapar ekki á því.

Author: Andfari

Andfari