defiled – conspiracy (frumsýning)

Í síðasta mánuði frumsýndi Andfarinn lagið “Force and Obedience” með japönsku dauðarokkssveitinni Defiled og í dag er komið að nýju lagi, “Conspiracy”.

Lagið er tekið af fimmtu plötu sveitarinnar, Towards Inevitable Ruin, sem kemur út hjá Season of Mist áttunda júlí, einmitt þegar Eistnaflug stendur yfir. Defiled kemur ekki fram á Neskaupstað þetta árið, en leibelfélagar þeirra Sólstafir og Zhrine verða þó á hátíðinni.

Author: Andfari

Andfari