eteritus – incinerator (nýtt lag)

Ég get ekki gert að því en þegar ég heyri einhvern segja einhverja hljómsveit líkjast Dismember verð ég að kíkja á hana. Það var einmitt það sem fékk mig til þess að kíkja á Eteritus, ung dauðarokkssveit frá Pólandi, sem mun gefa út sína fyrstu breiðskífu hjá Godz ov War í lok næsta mánaðar. Þegar fólk kastar um nöfnum eins og Dismember, Entombed og Vader verður maður að athuga hvort einhver innistæða sér fyrir slíku. Miðað við þetta lag virðist svo vera.

Author: Andfari

Andfari