acxdc heimsækir landann

Já, þú last rétt, ACxDC er að koma til landsins! AC/DC? Nei, ACxDC, smá munur þar á. Á meðan önnur hljómsveitin er áströlsk, spilar rokk og ról, og hefur starfað í rúm fjörtíu ár er hin amerísk, spilar orkukjarna, og hefur starfað, eftir því sem ég best veit, í þrettán ár núna.

Hljómsveitin er á leiðinni í túr um Evrópu og fyrsta stoppið verður hér á Íslandi þar sem hún mun halda tónleika annan og þriðja júní á vegum Crisis Party Collective. Fyrri tónleikarnir verða í Molanum í Kópavogi og leyfðir öllum aldurhópum en þeir seinni á Dillon og þá verður líklega tuttugu ára aldurstakmark.

Author: Andfari

Andfari