dismember risin upp á ný… svona næstum því

Ég var helvíti ánægður fyrr í dag þegar ég sá að hin goðsagnakennda sænska dauðarokkssveit Dismember er komin á Facebook. Það væru nú ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að hljómsveitin lagði upp laupanna fyrir fimm árum. En, nú hafa meðlimir hljómsveitarinnar tekið sig saman og stofnað lítið fyrirtæki í kringum hana til þess að sjá um endurútgáfu á gömlu plötunum og varningi tengdum hljómsveitinni.

Vonandi þýðir þetta einnig það að hljómsveitin mun koma fram í náinni framtíð. Jafnvel á ónefndri tónlistarhátíð fyrir austan á næsta ári. Ég meina, maður má alltaf vona!

Author: Andfari

Andfari