inquisition – wings of anu (frumsýning)

Segir Dagon “Gotta go!” í enda lagsins? Það hljómar dálítið þannig. “Wings of Anu” er tekið af væntanlegri breiðskífu Inquisition sem kemur út á vegum Season of Mist tuttugasta og sjötta ágúst næstkomandi.

Platan sú mun heita Bloodshed Across The Empyrean Altar Beyond The Celestial Zenith og verður sjöunda breiðskífa sveitarinnar. Ef maður á að dæma þetta út frá einu lagi þá ætti maður nú að geta verið ágætlega spenntur fyrir plötunni.

Strákarnir spiluðu einmitt síðasta sumar á Eistnaflugi, gull af mönnum voru þeir, og það væri gaman að sjá þá aftur í ár!

En hver er Anu? Samkvæmt hljómsveitinni er hann guð allra stjarna, skapari guða og stjórnandi himna. Vængir hans hafa teygt sig til jarðar í líka vængja í hreyfingu heimsækjand okkur allt síðan við vorum fræ hans sköpunnar. Vængirnir eru margir og þeir horfa til okkar í þögn frá himnum sem geta tengst í gegnum hlið tíma.

Jöbb.

Author: Andfari

Andfari