fall of the ages loksins fáanleg á vínil

Sex ár eru síðan þriðja plata plata Fortíðar, Völuspá III: Fall of the Ages, kom út á vegum Schwarzdorn Productions, og því má vera að margir hafi talið líkurnar litlar á því að vínilútgáfa af plötunni yrði nokkurn tímann fáanleg.

En, nú hefur Hexencave Productions, útgáfan sem nýlega gaf út vínilútgáfu frumburðar Auðnar, gefið Fall of the Ages út á vínil, í afskaplega takmörkuðu upplagi þó. Einungis eitt hundrað eintök voru pressuð svo það er um að gera fyrir áhugasama að hafa hraðann á og tryggja sér eintak.

Author: Andfari

Andfari