maleficence – realms of mortification

Maleficence er belgísk þrasssvertuhljómsveit sem hefur nú starfað í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hún gefið út tvö demo, First Spit og Journey to the Depths, og svo þessa sjötommu sem kom út á föstudaginn á vegum sænska útgáfudvergsins Blood Harvest.

Eins og málið er oft með þrasssvertusveitir er leitað djúpt í tónlistarbrunn Mið- og Norður-Evrópu, og auðvitað smá til Suður-Ameríku, svo úr verður blanda sem á tímum, mjög fáum þó, fær mann til þess að ímynda sér hvað hefði komið úr því ef Sodom, Kreator og einn af gömlu katalógunum frá Nuclear Blast Records hefðu deilt saman nótt í trekant. Það er ekkert ólíklegt að Maleficence hefði verið getin þar.

Realms of Mortification er skemmtileg blanda. Ágætis plata sem er ekkert sérstaklega einhæf. Fín fyrir fólk sem saknar gömlu góðu daganna þegar Kreator, Sodom og Destruction voru að taka sín fyrstu skref.

Maleficence
Realms of Mortification
Blood Harvest
6 maí 2016

Author: Andfari

Andfari